Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra, úthlutunarreglur og úthlutun 2025

Málsnúmer 2412051

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1235. fundur - 06.01.2025

Lagt fram minnisblað um úthlutun Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra ásamt uppfærðum úthlutunarreglum sjóðsins.
Byggðarráð samþykkir að úthlutanir Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs verði framvegis auglýstar í janúar. Ráðið samþykkir einnig uppfærðar reglur sjóðsins og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 387. fundur - 09.01.2025

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir framlagðar reglur Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Byggðarráð - 1237. fundur - 10.02.2025

Lagðar fram umsóknir í Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra.
Úthlutun úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra árið 2025 var auglýst með umsóknarfresti til 31. janúar. 6 umsóknir bárust innan tilskilins frests. Alls var sótt um kr. 8.470.000. Til úthlunar eru kr. 2.500.000. Að loknu mati á umsóknum samþykkir byggðarráð að veita eftirtöldum verkefnum styrk:

Sigrún Davíðsdóttir, vegna verkefnisins Saunasetrið kr. 450.000.
Greta Ann Clough, vegna verkefnisins Hret víngerð kr. 500.000.
Vettvangur íþrótta, vegna verkefnisins Betri nýting bættur hagur, kr. 150.000.
Selasetur Íslands, vegna verkefnisins selaskoðun í sýndarveruleika - lokaáfangi, kr. 600.000.
Framhugsun, vegna verkefnisins Rabarbaron, kr. 800.000.

Sveitarstjóra er falið að ganga frá samningum við styrkhafa.
Var efnið á síðunni hjálplegt?