Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra, úthlutunarreglur og úthlutun 2025

Málsnúmer 2412051

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1235. fundur - 06.01.2025

Lagt fram minnisblað um úthlutun Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra ásamt uppfærðum úthlutunarreglum sjóðsins.
Byggðarráð samþykkir að úthlutanir Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs verði framvegis auglýstar í janúar. Ráðið samþykkir einnig uppfærðar reglur sjóðsins og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 387. fundur - 09.01.2025

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir framlagðar reglur Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Var efnið á síðunni hjálplegt?