-
Byggðarráð - 1234
Með viðaukanum er samningur um rekstur Náttúrustofunnar framlengdur um eitt ár, til 31. desember 2025, á meðan lokið er við úttekt á rekstri náttúrustofa og gerðar tillögur að framtíðarfyrirkomulagi.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra undirritun hans.
Bókun fundar
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Byggðarráð - 1234
Í minnisblaðinu kemur fram tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir gistingu í fjallaskálum sveitarfélagsins. Byggðarráð samþykkir eftirfarandi gjaldskrá:
Gisting í eina nótt hækkar úr kr. 4000 í kr. 5000.
Börn undir 12 ára aldri greiða hálft gjald, kr. 2500.
Bókun fundar
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Byggðarráð - 1234
Tekið hefur verið tillit til athugasemda viðkomandi stéttarfélaga. Byggðarráð samþykkir framlagðan lista og felur sveitarstjóra að senda listann til birtingar í Stjórnartíðindum.
Bókun fundar
Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Byggðarráð - 1234
Í stöðumatinu kemur fram staða á framkvæmd aðgerða sem tilgreindar eru í Jafnréttisáætlun Húnaþings vestra en meta á stöðu aðgerða árlega og leggja í framhaldinu fram endurskoðaða áætlun. Flestar aðgerðirnar eru viðvarandi verkefni. Þremur aðgerðum er að fullu lokið, tvær eru ekki hafnar en aðrar aðgerðir eru í vinnslu. Starfsmenn sveitarfélagsins hafa fengið könnun þar sem spurt er út í innihald áætlunarinnar til að fá fram sem flest sjónarmið við endurskoðunar áætlunarinnar.
Byggðarráð samþykkir að í nýrri endurskoðaðri útgáfu Jafnréttisáætlunar verði þær aðgerðir sem lokið er felldar út úr aðgerðalista. Byggðarráð samþykkir jafnframt tillögu að breytingum á þremur aðgerðum og breyttum tímamörkum á sex aðgerðum. Að fengnum athugasemdum frá starfsmönnum er sveitarstjóra falið að leggja endurskoðaða áætlun fyrir byggðarráð.
-
Byggðarráð - 1234
Byggðarráð samþykkir framlagt erindisbréf. Í hópnum munu sitja: Formaður fræðsluráðs sem jafnframt er formaður hópsins, fulltrúi minnihluta í sveitarstjórn, skólastjórar grunn- og leikskóla, fulltrúar foreldrafélaga í grunn- og leikskóla og fulltrúi úr atvinnulífinu í Húnaþingi vestra. Sveitarstjóra er falið að kalla eftir tilnefningum frá foreldrafélögum grunn- og leikskóla ásamt fulltrúa atvinnulífs.
-
Byggðarráð - 1234
-
Byggðarráð - 1234
Byggðarráð samþykkir veitingu afsláttar vegna viðburða í samfélagsþágu.