Litla-Borg, umsókn um skógrækt.

Málsnúmer 2304025

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisráð - 365. fundur - 07.03.2024

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn vegna ákvörðun um matsskylda framkvæmd vegna skógræktar í hluta jarðarinnar Litlu-Borgar í gamla Þverárhreppi, V.-Hún., sem liggur neðan Borgarvegar og niður að Víðidalsá. Fyrirhugað skógræktarsvæði er 124 ha. Hluti landsins er deig- eða votlendi sem ekki verður gróðursett í, heldur friðað. Fyrirhugað skógræktarsvæði er á C-hluta náttúruminjaskrár, nr. 404. Björg og Borgarvirki.
Tillaga að bókun:

Á fundinum var tekið fram að tilgangur skógræktarinnar sé möguleiki á útivist, kolefnisbindingu og skógarnytjar verði á framkvæmdasvæði. Skógurinn verður skipulagður með tilliti til landslagssvæðis og gróðursetningu áætlað á árunum 2024 til 2034. Eftir það fylgir umhirða um skóginn, þar sem ákveðið verður
hvernig hann verður nýttur miðað við vöxt og eftirspurn. Engar mannvirkjagerðir eða áveitulögn er fyrirhuguð á svæðinu.Skógurinn verður opinn öllum almenningi til umferðar og útivistar

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda nr. 111/2021 og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umhverfismatskýrslu.

Sveitarstjórn - 387. fundur - 09.01.2025

Litla-Borg ehf hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi til skógræktar á jörðinni Litlu-Borg með það fyrir augum að hefja undirbúning og gróðursetningu vorið 2025.



Skipulags- og umhverfisráð hefur tekið málið til umfjöllunar, meðal annars á fundum nr. 356 og 365. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun og Skipulagsstofnun, auk þess sem fornleifaskráning var unnin fyrir svæðið.



Skipulagsstofnun staðfesti 10. júní 2024 að framkvæmdin er ekki háð mati á umhverfisáhrifum þar sem hún er ekki talin hafa í för með sér mikil umhverfisáhrif.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt í landi Litlu-Borgar í samræmi við fyrirliggjandi gögn og umsagnir frá stofnunum. Sveitarstjórn tekur undir með skipulags- og umhverfisráði varðandi mikilvægi skógræktar fyrir útivist, kolefnisbindingu og skógarnytjar, enda verður framkvæmdin skipulögð með hliðsjón af landslagi og umhverfisáhrifum.

Framkvæmdaleyfið er veitt með eftirfarandi skilyrðum:
-Að framkvæmdin verði unnin í samræmi við framlagða áætlun um gróðursetningu og umhirðu skógarins á tímabilinu 2024-2034.
-Að almenningi verði tryggður aðgangur að skóginum til útivistar og umferðar.
-Að framkvæmdin verði tilkynnt viðeigandi stofnunum ef breytingar verða á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði eða framkvæmdum.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?