Skipulags- og umhverfisráð

365. fundur 07. mars 2024 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Birkir Snær Gunnlaugsson varaformaður
  • Fríða Marý Halldórsdóttir aðalmaður
  • Óskar Már Jónsson aðalmaður
  • Valdimar H. Gunnlaugsson varamaður
  • Erla B. Kristinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Bogi Magnusen Kristinsson skipulags- og byggingafulltrúi
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir
Dagskrá
Ingimar Sigurðsson boðar forföll og í hans stað kom Valdimar Gunnlaugsson. Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir boðar foröll og í hennar stað kom Erla Björg Kristinsdóttir.

1.Neðra-Vatnshorn, breyting á notkun mannvirkja.

Málsnúmer 2401029Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytta notkun á mhl 18.

2.Hulduhvammur í Leiti, umsókn um stækkun og uppskiptingu.

Málsnúmer 2402049Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja nýja afmörkun og stofnun lóðanna. Nefndin vill árétta að reiðvegur liggur í gegnum lóðina samkvæmt gildandi aðalskipulagi 2014-2026.

3.Sauðá, umsókn um byggingarleyfi gestahús.

Málsnúmer 2403003Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhuguð byggingaráform. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

4.Nestún 4, umsókn um breytingu innraskipulags.

Málsnúmer 2401075Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhugaðar framkvæmdir. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

5.Litla-Borg, umsókn um skógrækt.

Málsnúmer 2304025Vakta málsnúmer

Tillaga að bókun:

Á fundinum var tekið fram að tilgangur skógræktarinnar sé möguleiki á útivist, kolefnisbindingu og skógarnytjar verði á framkvæmdasvæði. Skógurinn verður skipulagður með tilliti til landslagssvæðis og gróðursetningu áætlað á árunum 2024 til 2034. Eftir það fylgir umhirða um skóginn, þar sem ákveðið verður
hvernig hann verður nýttur miðað við vöxt og eftirspurn. Engar mannvirkjagerðir eða áveitulögn er fyrirhuguð á svæðinu.Skógurinn verður opinn öllum almenningi til umferðar og útivistar

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda nr. 111/2021 og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umhverfismatskýrslu.

6.Upplýsingar um lagningu strengjaleiða á Hegstaðarnesi og Vatnsnesi.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?