Reglur um birtingu gagna með fundargerðum

Málsnúmer 2412063

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1235. fundur - 06.01.2025

Lögð fram drög að reglum um birtingu gagna með fundargerðum sveitarstjórnar og fastanefnda sem birtar eru á heimasíðu sveitarfélagsins.
Innleiðing á fundargerðakerfi hefur staðið yfir um nokkurt skeið. Með kerfinu er vinnulag við ritun og birtingu fundargerða bætt til muna ásamt því að færi gefst á stóraukinni upplýsingamiðlun með birtingu fylgigagna með liðum fundargerða þar sem það á við og er mögulegt. Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 387. fundur - 09.01.2025

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir reglur um birtingu gagna með fundargerðum sveitarstjórnar og fastanefnda Húnaþings vestra.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Var efnið á síðunni hjálplegt?