Starfshópur um byggingu björgunarmiðstöðvar

Málsnúmer 2412062

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1235. fundur - 06.01.2025

Lagt fram minnisblað um stofnun starfshóps um byggingu björgunarmiðstöðvar í Húnaþingi vestra ásamt drögum að erindisbréfi hópsins.
Uppi hafa verið hugmyndir um byggingu björgunarmiðstöðvar til að leysa úr húsnæðisvanda slökkviliðs en í henni gæti jafnframt verið aðstaða fyrir sjúkrabíla og lögreglu ásamt björgunarsveit. Byggðarráð samþykkir að skipaður verði starfshópur um verkefnið og samþykkir jafnframt erindisbréf hópsins. Gert er ráð fyrir að í hópnum sitji fulltrúi meirihluta í sveitarstjórn sem jafnframt verði formaður, fulltrúi minnihluta í sveitarstjórn, slökkviliðsstjóri, skipulags- og byggingafulltrúi og fulltrúi Björgunarsveitarinnar Húna. Með hópnum mun starfa sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs. Sveitarstjóra er falið að kalla eftir tilnefningum í hópinn.

Sveitarstjórn - 387. fundur - 09.01.2025

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir erindisbréf starfshóps um byggingu björgunarmiðstöðvar og skipan eftirtalinna aðila í hópinn:
Ingimar Sigurðsson, formaður skipulags- og umhverfisráðs sem jafnframt er formaður.
Magnús Vignir Eðvaldsson, fulltrúi minnihluta í sveitarstjórn.
Valur Freyr Halldórsson, slökkviliðsstjóri.
Bogi Kristinsson Magnusen, skipulags- og byggingafulltrúi.
Gunnar Örn Jakobsson Skjóldal, fulltrúi Björgunarsveitarinnar Húna.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?