Samþykkt um tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum

Málsnúmer 2412067

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1235. fundur - 06.01.2025

Lögð fram drög að endurnýjaðri samþykkt um tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum.
Um er að ræða niðurfellingu gatnagerðagjalda af eftirtöldum lóðum út árið 2025 í samræmi við heimild úr 5.gr. laga nr. 153/2006 og 5. gr samþykkar Húnaþings vestra um gatnagerðagjöld nr. 1325/2023:

Á Hvammstanga lóðirnar Bakkatún 3, Bakkatún 5, Bakkatún 7, Grundartún 2, Grundartún 17 og Hlíðarvegur 21.

Á Laugarbakka lóðirnar Teigagrund 7 og Gilsbakki 1-3.

Byggðarráð samþykkir niðurfellingu gatnagerðagjalda af framangreindum lóðum og vísar samþykktinni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 387. fundur - 09.01.2025

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir samþykkt um tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum árið 2025. Afslátturinn nær til eftirtalinna lóða á Hvammstanga, Bakkatúns 3, 5 og 7, Grundartúns 2 og 17 og Hlíðarvegar 21. Afslátturinn nær einnig til lóðanna Teigagrundar 7 og Gilsbakka 1-3 á Laugarbakka.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?