Innkaupareglur Húnaþings vestra

Málsnúmer 2412064

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1235. fundur - 06.01.2025

Lagt fram minnisblað um innkaupareglur Húnaþings vestra ásamt drögum að uppfærðum reglum.
Í uppfærðum reglum er gerð breyting á því bili sem viðhafa á verðfyrirspurn við kaup á vörum og þjónustu og við gerð verksamninga. Er um að ræða hækkun í samræmi við verðlag líkt og heimilt er skv. 2. mgr. 23. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016. Einnig er lagt til að innkaupareglur verði framvegis uppfærðar á tveggja ára fresti í samræmi við framangreinda heimild, næst í nóvember 2026. Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur með áorðnum breytingum og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 387. fundur - 09.01.2025

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir uppfærðar innkaupareglur Húnaþings vestra.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?