Byggðarráð

1185. fundur 14. ágúst 2023 kl. 14:00 - 15:46 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Friðrik Már Sigurðsson varaformaður
  • Magnús Magnússon formaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá

1.Umsókn um námsstyrk 2023

Málsnúmer 2307023Vakta málsnúmer

Dagrún Sól Barkardóttir óskar eftir styrk til MT náms til kennsluréttinda við Háskólann á Akureyri. Fyrir liggur jákvæð umsögn skólastjóra vegna umsóknarinnar. Byggðarráð samþykkir veitingu námsstyrks skólaárið 2023-2024 í samræmi við reglur um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra.

2.Umsókn um námsstyrk 2023

Málsnúmer 2307024Vakta málsnúmer

Viktor Ingi Jónsson óskar eftir styrk til MT náms til kennsluréttinda við Háskólann á Akureyri. Fyrir liggur jákvæð umsögn skólastjóra vegna umsóknarinnar. Byggðarráð samþykkir veitingu námsstyrks skólaárið 2023-2024 í samræmi við reglur um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra.
Magnús Magnússon vék af fundi kl. 14:08 og Friðrik Már Sigurðsson varaformaður tók við fundarstjórn.

3.Beiðni um styrk vegna minningartónleika

Málsnúmer 2307038Vakta málsnúmer

Beiðni um styrk vegna minningartónleika þar sem andvirði miðasölu mun renna til Velferðarsjóðs Húnaþings vestra. Byggðarráð samþykkir veitingu afsláttar af húsaleigu í Félagsheimilinu Hvammstanga vegna viðburða í samfélagsþágu.
Magnús Magnússon kom aftur til fundar kl. 14:13 og tók við fundarstjórn að nýju.

4.Umsögn um samgönguáætlun 2024-2038

Málsnúmer 2307043Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar. Umsögnin verður birt í heild sinni á heimasíðu Húnaþings vestra.

5.Drög að Jafnréttisáætlun Húnaþings vestra 2023-2026

Málsnúmer 2308018Vakta málsnúmer

Samkvæmt 13. gr. laga nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála skulu sveitarstjórnir að afloknum sveitarstjórnarkosningum sjá til þess að sveitarfélagið setji sér áætlun um jafnréttismál fyrir nýtt kjörtímabil. Áætlunin skal lögð fram til samþykktar í viðkomandi sveitarstjórn, hún rædd árlega í sveitarstjórn og endurskoðuð eftir þörfum. Byggðarráð samþykkir að drögin með áorðnum breytingum verði sett í opið samráð á heimasíðu sveitarfélagsins.

6.Milliuppgjör sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja. Annar ársfjórðungur 2023

Málsnúmer 2308021Vakta málsnúmer

Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti milliuppgjör eftir fyrstu sex mánuði ársins, en framkvæmdaráð tók það fyrir á fundi sínum þann 10. ágúst sl. Rekstur er almennt samkvæmt áætlun.

7.Fundargerð fjallskiladeildar Miðfirðinga 2. ágúst 2023

8.Fundargerð fjallskiladeildar Víðdælinga 8. ágúst 2023

9.Fundargerð fjallskiladeildar Hrútfirðinga 9. ágúst 2023

10.Upphafsforsendur fjárhagsáætlunar 2024

Málsnúmer 2308025Vakta málsnúmer

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri og Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fóru yfir tillögur að helstu forsendum fyrir fjárhagsáætlunarvinnu ársins 2024, ásamt 3ja ára áætlun.

Fundi slitið - kl. 15:46.

Var efnið á síðunni hjálplegt?