Starfsáætlun leikskóla 2025

Málsnúmer 2410051

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 250. fundur - 28.11.2024

Kristinn Arnar Benjamínsson skólastjóri leikskólans Ásgarðs og Rannvá Björk Þoreleifsdóttir, fulltrúi foreldra mættu til fundar kl. 15:00
Kristinn Arnar Benjamínsson fór yfir helstu atriði í starfinu á yfirstandandi skólaári. Nú eru 18,8 stöðugildi við skólann. Gert er ráð fyrir að stöðugildin verði mest 21 eftir áramót og lækki svo aftur um haustið. Áætlaður barnafjöldi verður mest 66, núverandi barnafjöldi er 59. Í vor verða þrír menntaðir kennarar við skólann.
Kristinn Arnar Benjamínsson skólastjóri leikskólans Ásgarðs og Rannvá Björk Þoreleifsdóttir, fulltrúi foreldra véku af fundi kl. 15:21
Var efnið á síðunni hjálplegt?