Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða 2025

Málsnúmer 2411029

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1240. fundur - 17.03.2025

Lögð fram tilkynning frá Byggðastofnun um styrk úr lið C1 á byggðaáætlun.
Hlýtur Húnaþing vestra styrk upp á kr. 7,2 milljónir til verkefnisins Orkuskipti í Húnaþingi vestra. Um er að ræða undirbúning og greiningu á fýsileika á uppsetningu staðarveitna tengdum varmadælum, í eigu og rekstri Hitaveitu Húnaþings vestra, á köldum svæðum í dreifbýli sveitarfélagsins þar sem ekki er kostur á að tengjast dreifikerfi hitaveitu. Langtímamarkmið verkefnisins er jöfnun og bæting búsetuskilyrða í dreifbýli í Húnaþingi vestra, lækkun orkukostnaðar og bætt nýting orku. Byggðarráð fagnar styrkveitingunni.
Var efnið á síðunni hjálplegt?