Byggðarráð

1240. fundur 17. mars 2025 kl. 15:45 - 16:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Magnús Magnússon formaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Umsókn um styrk - Sýslu- og sóknarlýsing í Húnavatnssýslu

Málsnúmer 2502106Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkumsókn frá Sögufélaginu vegna útgáfu bókarinnar Sýslu- og sóknarlýsingar í Húnavatnssýslu.
Byggðarráð getur ekki orðið við styrkbeiðninni en bendir Sögufélaginu á að senda inn umsókn um styrk við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026 í haust.

2.Beiðni um samstarf við samtökin Landsbyggðin lifi

Málsnúmer 2503014Vakta málsnúmer

Samtökin Landsbyggðin lifi óska eftir samstarfi um verkefnið "Coming, Staying, Living - Ruralizing Europe".
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við samtökin um eðli hugsanlegs samstarfs.

3.Samstarfssamningur Húnaklúbbsins og Húnaþings vestra

Málsnúmer 2503017Vakta málsnúmer

Lagður fram samstarfssamningur Húnaklúbbsins og Húnaþings vestra vegna samstarfs um tómstundastarf ungmenna í sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Samningur um talmeinaþjónustu

Málsnúmer 2503018Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur milli Húnaþings vestra og Brynhildar Þallar Steinarsdóttur talmeinafræðings.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Samningur um styrk vegna samfélagsmiðstöðvar í Félagsheimilinu Hvammstanga

Málsnúmer 2503020Vakta málsnúmer

Lagður fram styrksamningur milli Húnaþings vestra og menningar- og viðskiptaráðuneytisins um styrk vegna endurbóta á Félagsheimilinu Hvammstanga.
Lagður fram samningur milli Húnaþings vestra og menningar- og viðskiptaráðuneytis vegna framlags til stuðnings við endurbætur á Félagsheimilinu Hvammstanga, alls 43 milljónir á árinu 2025. Er samningurinn samkvæmt tilmælum fjárlaganefndar við samþykkt fjárlaga 2025 á Alþingi. Byggðarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti. Jafnframt fagnar ráðið styrkveitingunni sem er mikilvægur liður í vinnu við uppsetningu samfélagsmiðstöðvar í Félagsheimilinu. Gert er ráð fyrir að framlaginu verði ráðstafað til viðgerða á ytra byrði hússins á árinu.

6.Boð á ársþing SSNV

Málsnúmer 2503021Vakta málsnúmer

Lagt fram boð á 33. ársþing samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem haldið verður á Sauðárkróki þann 9. apríl 2025.
Fulltrúar Húnaþings vestra á þinginu verða Þorleifur Karl Eggertsson, Magnús Magnússon, Sigríður Ólafsdóttir, Elín Lilja Gunnarsdóttir og Magnús Vignir Eðvaldsson. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri situr jafnframt þingið.

7.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 2503022Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga sem fram fer 20. mars 2025.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri verður fulltrúi Húnaþings vestra á fundinum og fer með atkvæðisrétt.

8.Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða 2025

Málsnúmer 2411029Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning frá Byggðastofnun um styrk úr lið C1 á byggðaáætlun.
Hlýtur Húnaþing vestra styrk upp á kr. 7,2 milljónir til verkefnisins Orkuskipti í Húnaþingi vestra. Um er að ræða undirbúning og greiningu á fýsileika á uppsetningu staðarveitna tengdum varmadælum, í eigu og rekstri Hitaveitu Húnaþings vestra, á köldum svæðum í dreifbýli sveitarfélagsins þar sem ekki er kostur á að tengjast dreifikerfi hitaveitu. Langtímamarkmið verkefnisins er jöfnun og bæting búsetuskilyrða í dreifbýli í Húnaþingi vestra, lækkun orkukostnaðar og bætt nýting orku. Byggðarráð fagnar styrkveitingunni.

9.Úthlutun almennrar leiguíbúðar að Garðavegi 18, neðri hæð

Málsnúmer 2502078Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að leigja Þórunni Guðfinnu Sveinsdóttur íbúðina að Garðavegi 18, neðri hæð til 12 mánaða frá 1. apríl 2025.

10.Úthlutun almennrar leiguíbúðar að Garðavegi 20, neðri hæð.

Málsnúmer 2503005Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Weliam Ghanem um framlengingu leigusamnings.
Byggðarráð samþykkir framlengingu leigusamnings vegna Garðavegar 20, neðri hæð um 6 mánuði.

11.Upplýsingabeiðni vegna ræstinga

Málsnúmer 2503025Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni ASÍ, SGS og Eflingar um fyrirkomulag ræstinga ásamt minnisblaði sviðsstjóra fjölskyldusviðs vegna málsins.
Sveitarstjóra er falið að svara fyrirspurninni í samræmi við minnisblað sviðsstjóra.

12.Tjaldsvæði Borðeyri - Skýrsla sumar 2024

Málsnúmer 2503028Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla leigutaka tjaldsvæðisins á Borðeyri vegna starfsemi sumarið 2024 ásamt ósk um framlenginu á leigusamningi.
Byggðarráð þakkar umsjónaraðilum tjaldsvæðisins á Borðeyri fyrir greinargóðar upplýsingar. Sveitarstjóra er falið að ganga frá samningi við þá vegna sumarsins 2025.

13.Aðalfundur Veiðifélags Arnarvatnsheiðar og Tvídægru

Málsnúmer 2503031Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð á aðalfund veiðifélags Arnarvatnsheiðar og Tvídægru sem haldinn verður í Ásbyrgi 22. mars 2025.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri verður fulltrúi Húnaþings vestra á fundinum og fer með atkvæðisrétt.
Fylgiskjöl:

14.Húnasjóður ársreikningur 2023

Málsnúmer 2412053Vakta málsnúmer

Lagður fram til staðfestingar ársreikningur Húnasjóðs fyrir árið 2023.
Byggðarráð samþykkir framlagðan ársreikning Húnasjóðs.

15.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis - mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða

Málsnúmer 2503019Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Alþingi um umsögn um tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.

16.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis - mál til umsagnar - skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslög

Málsnúmer 2503035Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Alþingi sem sendir til umsagnar mál um Skipulag haf- og strandveiða og skipulagslög, 147. mál Alþingis.
Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.

17.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 2501002Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 964. og 971. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

18.Fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 2025

Málsnúmer 2501012Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 119. og 120. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Var efnið á síðunni hjálplegt?