Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra - Umsóknir

Málsnúmer 2411033

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1233. fundur - 09.12.2024

Lögð fram svör Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra við tveimur umsóknum Húnaþings vestra.
Sótt var um styrki í Uppbyggingarsjóð til tveggja verkefna:

Endurgerð listaverksins Þróunar eftir Marinó Björnsson við Félagsheimilið Hvammstanga. Sótt var um styrk upp á kr. 3,6 milljónir til verksins. Styrksumsókninni var hafnað.

Húsin í bænum, gerð upplýsingaskilta um íbúðarhús í eldri hluta Hvammstanga byggð á texta og myndum úr bókinni Hús og hýbýli á Hvammstanga, húsaskrá 1898-1972 eftir Þórð Skúlason sem kom út hjá Bókaútgáfunni Skriðu árið 2021. Samþykkti úthlutunarnefnd að veita kr. 400 þúsund til verkefnisins.

Byggðarráð fagnar styrkveitingunni og felur sveitarstjóra framkvæmd verkefnisins.
Var efnið á síðunni hjálplegt?