Umsagnarbeiðni vegna breytinga á aðalskipulagi Húnavatnahrepps

Málsnúmer 2412020

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 386. fundur - 12.12.2024

Húnabyggð óskar eftir umsögn við mál nr. 0859/2024 í Skipulagsgátt - Skilgreining nýrra efnistökusvæða.
Breytingin er til komin vegna áforma Vegagerðarinnar að endurbyggja hluta Vatnsdalsvegar og hluta Svínvetningarbrautar en framkvæmdin er í undirbúningi. Breyting á aðalskipulagi Húnavatnshrepps felst í því að þrjú ný efnistökusvæði verða skilgreind í aðalskipulagi auk þess sem lýsing á einu efnistökusvæði breytist.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?