Framlag vegna úrbóta í aðgengismálum fatlaðs fólks

Málsnúmer 2412059

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1238. fundur - 17.02.2025

Lögð fram tilkynning frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um afgreiðslu beiðnar Húnaþings vestra um framlag vegna til úrbóta í aðgengismálum fatlaðs fólks.
Hlýtur Húnaþing vestra styrk upp á kr. 2.731.387 úr Fasteignasjóði til lækkunar kanta á gangstéttum á Hvammstanga. Til viðbótar við það fjármagn er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins að verja 10 milljónum í viðhald á gangstéttum. Byggðarráð fagnar styrkveitingunni.
Var efnið á síðunni hjálplegt?