Byggðarráð

1238. fundur 17. febrúar 2025 kl. 14:00 - 15:53 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Magnús Magnússon formaður
  • Elín Lilja Gunnarsdóttir varaformaður
  • Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
  • Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Þorgils Magnússon kom til fundar við byggðarráð kl. 14:01.

1.Sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs kemur til fundar

Málsnúmer 2502042Vakta málsnúmer

Þorgils Magnússon sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs kemur til fundar við byggðarráð og fer yfir helstu verkefni sviðsins.
Byggðarráð þakkar Þorgils greinagóða yfirferð.
Þorgils Magnússon vék af fundi kl. 14:53.

2.Umsókn um byggingarlóð Lindarvegur 24 Hvammstanga

Málsnúmer 2502036Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Marcin Chabowski um lóðina Lindarveg 24.
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Lindarvegi 24 til Marcin Chabowski.

3.Framlag vegna úrbóta í aðgengismálum fatlaðs fólks

Málsnúmer 2412059Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um afgreiðslu beiðnar Húnaþings vestra um framlag vegna til úrbóta í aðgengismálum fatlaðs fólks.
Hlýtur Húnaþing vestra styrk upp á kr. 2.731.387 úr Fasteignasjóði til lækkunar kanta á gangstéttum á Hvammstanga. Til viðbótar við það fjármagn er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins að verja 10 milljónum í viðhald á gangstéttum. Byggðarráð fagnar styrkveitingunni.

4.Fjölgun stöðugilda í rannsóknardeild Lögreglunnar á Norðurlandi vestra

Málsnúmer 2502043Vakta málsnúmer

Með gildistöku reglugerðar nr. 851/2024 var embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra falið rannsóknarforræði kynferðisbrota- og manndrápsmála í umdæminu til samræmis við önnur lögregluembætti á landinu. Nauðsynlegt er að samhliða þeirri breytingu verði tryggðar auknar fjárheimildir embættisins til að unnt verði að fjölga í rannsóknardeildinni til að mæta fjölgun verkefna. Sveitarstjóra er falið að óska eftir fundi með dómsmálaráðherra vegna málsins.

5.Boð á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málsnúmer 2502037Vakta málsnúmer

Lagt fram boð á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fer 20. mars nk.
Fulltrúar Húnaþings vestra á þinginu verða Þorleifur Karl Eggertsson oddviti, Magnús Magnússon formaður byggðarráðs og Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri.
Fylgiskjöl:

6.Opið samráð um áform um lagasetningu - mat á fjárhagslegum áhrifum frumvarpa á sveitarfélög

Málsnúmer 2502028Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneyti vekur athygli á að opið samráð stendur nú yfir um áform um breytingar á sveitarstjórnarlögum er varða mat á fjárhagslegum áhrifum lagafrumvarpa á sveitarfélög.
Byggðarráð fagnar áformum hins opinbera um að bæta gæði kostnaðarmats, þ.e. mats á hugsanlegum áhrifum frumvarpa, tillagna að stjórnvaldsfyrirmælum eða annarra stefnumarkandi ákvarðana af hálfu ríkisins á fjárhag sveitarfélaga. Sveitarfélögin hafa um langt skeið gagnrýnt skort þar á og fjölmörg dæmi um að kostnaðarmat sé ekki framkvæmt eða ekki fullnægjandi þegar það er gert, óljóst sé hvenær leita eigi umsagnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og hvernig leyst skuli úr ágreiningi.

7.Umhverfismatsskýrsla Holtavörðuheiðarlínu 3

Málsnúmer 2502025Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að umsögn byggðarráðs um umhverfismatsskýrslu vegna Holtavörðuheiðarlínu 3.
Á Skipulagsgátt er til umsagnar umhverfismatsskýrsla vegna Holtavörðuheiðarlínu 3, frá fyrirhuguðu tengivirki á Holtavörðuheiði yfir í Blöndu. Vinna við undirbúning lagningar línunnar hefur staðið um nokkurt skeið. Skoðaðar hafa verið nokkrar hugsanlegar línuleiðir og metið hverjar þeirra þyki fýsilegar. Í umhverfismatsskýrslu þeirri sem hér er veitt umsögn um eru lagðir til tveir valkostir um legu línunnar. Annars vegar meðfram núverandi byggðalínu, valkostur D1 og hins vegar valkostur A3 sem liggur heiðaleiðina að Blöndu. Í þeirri vinnu sem farið hefur fram við undirbúning lagningar Holtavörðuheiðarlínu 3 hefur Húnaþing vestra átt fulltrúa í verkefnaráði um verkefnið. Hefur sú vinna verið skilmerkileg og upplýsandi en afar mikilvægt er að helstu hagsmunaðilar eigi þátt í verkefnum sem þessum frá upphafi. Íbúar hafa jafnframt fengið boð um þátttöku og m.a. fengið tækifæri til að setja fram tillögur að lagnaleiðum. Þátttaka á slíkum fundum í Húnaþingi vestra hefur verið góð og Landsnet hefur sýnt vilja til að taka tillit til þeirra athugasemda sem fram hafa komið í ferlinu.

Mikilvægi verkefnisins fyrir íbúa landsins alls er ótvírætt. Byggðarráð hefur nálgast verkefnið með þeim hætti og lagt áherslu á að skoða með opnum hug alla þá valkosti sem verið hafa til umræðu. Ekki er aðeins um hagsmuni sveitarfélagsins að ræða heldur hafa landsmenn allir ríka hagsmuni af verkefninu.

Verkefni af þessari stærðargráðu er flókið og víst að sitt sýnist hverjum um legu mannvirkja sem þessa. Þegar kostir línuleiða eru skoðaðir þarf að vega og meta kosti og galla og ljóst að engin ein leið er gallalaus. Sú er raunin þegar þær tvær leiðir sem hér eru til umfjöllunar eru skoðaðar. Byggðalínuleiðin (D1) liggur í byggð og fer í gegnum mikinn fjölda jarða sem gerir samningagerð flóknari og tímafrekari. Dæmi eru um að slík verkefni geti tafist til margra ára með tilheyrandi fórnarkostnaði sem af því hlýst. Á heiðaleiðinni (A3) eru landeigendur hins vegar örfáir sem einfaldar samningagerð til muna sem ætti að geta hraðað ferlinu til hagsbóta fyrir landsmenn alla. Hins vegar er í tilfelli heiðarleiðarinnar farið í gegnum ósnortið land sem felur í sér verðmæti sem erfitt er að meta til fjár. Byggðalínuleiðin verður sýnileg miklum fjölda fólks en færri munu hins vegar sjá heiðaleiðina þar sem umferð fram til heiða er takmörkuð. Auk þess ber að nefna að á byggðalínuleiðinni er farið yfir nokkuð af ræktuðu landi og umtalsvert af ræktunarlegu landi. Þetta er mikilvægt að hafa í huga í bráð og lengd þar sem hvort tveggja er sérlega dýrmætt land og verður enn dýrmætara þegar fram líða stundir.

Þegar hagsmunir eru vegnir og metnir er það mat byggðarráðs að heiðalínuvalkosturinn sé fýsilegri. Kemur það einkum til af því að hann er einfaldari í undirbúningi með tilliti til samningagerðar og leyfismála. Svæðin sem þar eru undir eru að mestu leiti í eigu sveitarfélaganna á svæðinu. Hins vegar verður að taka tillit til sérstöðu svæðisins við framkvæmdina og huga vel að því að halda öllu raski á viðkvæmu svæði í lágmarki. Á öllum stigum verður að hafa heimamenn með í ráðum um bestu mögulegar leiðir á hverjum stað og tryggja verður að frágangur verði eins og best verður á kosið. Einnig vegur það þungt í þessari skoðun byggðarráðs að stæður þær sem notaðar verða við lagninguna hafa mun minni sjónræn áhrif úr fjarlægð en eldri gerð mastra. Í byggð yrðu þau mun meira áberandi við hlið núverandi byggðalínu þar sem helgunarsvæði línanna yrði orðið mjög breitt og yrði takmarkandi fyrir búrekstur fjölda jarða.

Byggðarráð mælist jafnframt til þess að hugað verði að því að veglagning í tengslum við framkvæmdina fram til heiða, fari svo að sú leið verði valin, nýtist bændum og ferðaþjónustu og einnig er lagt til að samhliða
verkefninu verði farið í mótvægisaðgerð sem felur í sér friðun Stórasands með því að girða hann af. Með því væri vegið á móti hugsanlegum neikvæðum umhverfisáhrifum öðrum sem línuleiðin felur í sér. Einnig leggur byggðarráð áherslu á að við framkvæmdina, fari svo að heiðaleiðin verði ofan á, verði tekið fullt tillit til náttúru svæðisins, afréttarafnota bænda á svæðinu, vinnu gangnamanna á haustin og ferða veiðimanna, bæði til veiða á fugli og fiski.

Byggðarráð áskilur sér rétt til athugasemda á síðari stigum málisins og lýsir sig reiðubúið til samtals við Skipulagsstofnun og Landsnet um efni umsagnar þessarar.

8.Ársskýrsla Náttúrustofu Norðulands vestra 2022-2023

Málsnúmer 2502041Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Náttúrustofu Norðurlands vestra fyrir árin 2022-2023.

9.Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 2502034Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. þar sem auglýst er eftir framboðum til stjórnar sjóðsins.

10.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 2501002Vakta málsnúmer

Fundargerð 963. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 2025

Málsnúmer 2501012Vakta málsnúmer

Fundargerð 118. fundar stjórnar SSNV lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:53.

Var efnið á síðunni hjálplegt?