Fjölgun stöðugilda í rannsóknardeild Lögreglunnar á Norðurlandi vestra

Málsnúmer 2502043

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1238. fundur - 17.02.2025

Með gildistöku reglugerðar nr. 851/2024 var embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra falið rannsóknarforræði kynferðisbrota- og manndrápsmála í umdæminu til samræmis við önnur lögregluembætti á landinu. Nauðsynlegt er að samhliða þeirri breytingu verði tryggðar auknar fjárheimildir embættisins til að unnt verði að fjölga í rannsóknardeildinni til að mæta fjölgun verkefna. Sveitarstjóra er falið að óska eftir fundi með dómsmálaráðherra vegna málsins.
Var efnið á síðunni hjálplegt?