Opið samráð um áform um lagasetningu - mat á fjárhagslegum áhrifum frumvarpa á sveitarfélög

Málsnúmer 2502028

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1238. fundur - 17.02.2025

Innviðaráðuneyti vekur athygli á að opið samráð stendur nú yfir um áform um breytingar á sveitarstjórnarlögum er varða mat á fjárhagslegum áhrifum lagafrumvarpa á sveitarfélög.
Byggðarráð fagnar áformum hins opinbera um að bæta gæði kostnaðarmats, þ.e. mats á hugsanlegum áhrifum frumvarpa, tillagna að stjórnvaldsfyrirmælum eða annarra stefnumarkandi ákvarðana af hálfu ríkisins á fjárhag sveitarfélaga. Sveitarfélögin hafa um langt skeið gagnrýnt skort þar á og fjölmörg dæmi um að kostnaðarmat sé ekki framkvæmt eða ekki fullnægjandi þegar það er gert, óljóst sé hvenær leita eigi umsagnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og hvernig leyst skuli úr ágreiningi.
Var efnið á síðunni hjálplegt?