Starfshópur um opnunartíma leikskóla og grunnskóla - 1

Málsnúmer 2501009F

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1237. fundur - 10.02.2025

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar starfshóps um opnunartíma leikskóla og grunnskóla.
  • Starfshópur um opnunartíma leikskóla og grunnskóla. - 1 Farið yfir erindisbréf hópsins og forsendur ræddar. Kjarasamningsumhverfi starfsmanna sveitarfélagsins er með þeim hætti frá 1. nóvember 2024 að full vinnuvika er 36 stundir sem veldur mönnunarvanda.
    Ákveðið að kanna hug atvinnurekenda, íbúa og foreldra til þeirrar tillögu að leikskóli og frístund loki t.d. kl. 14:00 á föstudögum og/eða stytta hvern dag um 30 mín. Einnig verði kallað eftir öðrum tillögum. Það verði gert á íbúafundi og með opnu samráði. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að gera drög að kynningu fyrir næsta fund. Lagt til að halda íbúafund í febrúar 2025 um málið.



Var efnið á síðunni hjálplegt?