Formenn fjallskiladeilda funda með landbúnaðarráði

Málsnúmer 2501047

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 216. fundur - 12.02.2025

Þórarinn Óli Rafnsson, Ingimar Sigurðsson, Halldór Líndal Jósafatsson, Guðmundur Ísfeld og Elmar Baldursson komu til fundar kl. 13:00.
Til umræðu voru fjallskil í sveitarfélaginu, fyrirkomulag og framkvæmd þeirra, vegaframkvæmdir og girðingarvinna sl. árs, skipting fjármuna o.fl. Einnig voru formenn fjallskiladeilda beðnir um að skila yfirliti yfir framkvæmdir nýliðs árs ásamt yfirliti yfir nauðsynlegar framkvæmdir á komandi sumri í tengslum við umsókn um styrki Vegagerðarinnar til styrkvegaframkvæmda.

Landbúnaðarráð þakkar formönnum fjallskiladeilda komuna á fundinn.
Þórarinn, Ingimar, Halldór, Guðmundur og Elmar véku af fundi kl. 13:45.
Var efnið á síðunni hjálplegt?