Landbúnaðarráð

216. fundur 12. febrúar 2025 kl. 13:00 - 14:01 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Sigríður Ólafsdóttir formaður
  • Dagný Ragnarsdóttir varaformaður
  • Dagbjört Diljá Einþórsdóttir aðalmaður
  • Halldór Pálsson aðalmaður
  • Ármann Pétursson varamaður
    Aðalmaður: Stella Dröfn Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Þórarinn Óli Rafnsson, Ingimar Sigurðsson, Halldór Líndal Jósafatsson, Guðmundur Ísfeld og Elmar Baldursson komu til fundar kl. 13:00.

1.Formenn fjallskiladeilda funda með landbúnaðarráði

Málsnúmer 2501047Vakta málsnúmer

Til umræðu voru fjallskil í sveitarfélaginu, fyrirkomulag og framkvæmd þeirra, vegaframkvæmdir og girðingarvinna sl. árs, skipting fjármuna o.fl. Einnig voru formenn fjallskiladeilda beðnir um að skila yfirliti yfir framkvæmdir nýliðs árs ásamt yfirliti yfir nauðsynlegar framkvæmdir á komandi sumri í tengslum við umsókn um styrki Vegagerðarinnar til styrkvegaframkvæmda.

Landbúnaðarráð þakkar formönnum fjallskiladeilda komuna á fundinn.
Þórarinn, Ingimar, Halldór, Guðmundur og Elmar véku af fundi kl. 13:45.

2.Söfnun rúlluplasts 2025

Málsnúmer 2501065Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð leggur til að hirðing rúlluplasts fari fram í byrjun apríl og lok nóvember.

3.Söfnun brotajárns í dreifbýli 2025

Málsnúmer 2501066Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð leggur til að brotajárnsgámar verði staðsettir í Víðidal og Vesturhópi í sumar. Sveitarstjóra er falið að vinna að því finna heppilegar staðsetningar í samráði við formann.

Fundi slitið - kl. 14:01.

Var efnið á síðunni hjálplegt?