Byggðarráð - 1237

Málsnúmer 2502002F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 388. fundur - 13.02.2025

Fundargerð 1237. fundar byggðarráðs frá 10. febrúar sl. lögð fram til afgreiðslu á 388. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Magnús Magnússon formaður byggðarráðs kynnti fundargerð.
  • Byggðarráð - 1237 Lagt fram samkomulag milli Húnaþings vestra og eigenda húseignar á lóðinni Norðurbraut 30 (L144393) vegna kaupa eignarinnar til niðurrifs í samræmi við deiliskipulag svæðisins. Deiliskipulag frá árinu 2012 gerir ráð fyrir íbúðabyggð á svæðinu og lóðaleigusamningur því ekki endurnýjaður. Umsamin greiðsla er kr. 29.500.000. Byggðarráð samþykkir framlagt samkomulag og felur sveitarstjóra undirritun allra skjala sem samkomulagið varða fyrir hönd sveitarfélagsins.

    Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1237 Lögð fram eftirfarandi tillaga að Viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2025:

    „Eignasjóður
    Lóðir og lendur kr. 29.500.000
    Hækkun eignfærðrar fjárfestingar er mætt með lækkun handbærs fjár. Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins.

    Viðaukinn er gerður vegna samkomulags milli eigenda eignarinnar Norðurbrautar 30 og sveitarfélagsins í samræmi við deiliskipulag svæðisins.“


    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1237 Byggðarráð þakkar erindið. Samningsumboð sveitarfélaganna er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og verður erindinu komið á framfæri við samninganefnd Sambandsins.
  • Byggðarráð - 1237 Breytingin felst í aldursbili þeirra sem rétt eiga á frístundastyrk en samþykkt var við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2025 að kortin giltu fyrir börn frá fæðingu til 18 ára aldurs í stað frá 6 ára áður. Framvegis verður sótt um frístundastyrkinn í gegnum íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  • Byggðarráð - 1237 Úthlutun úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra árið 2025 var auglýst með umsóknarfresti til 31. janúar. 6 umsóknir bárust innan tilskilins frests. Alls var sótt um kr. 8.470.000. Til úthlunar eru kr. 2.500.000. Að loknu mati á umsóknum samþykkir byggðarráð að veita eftirtöldum verkefnum styrk:

    Sigrún Davíðsdóttir, vegna verkefnisins Saunasetrið kr. 450.000.
    Greta Ann Clough, vegna verkefnisins Hret víngerð kr. 500.000.
    Vettvangur íþrótta, vegna verkefnisins Betri nýting bættur hagur, kr. 150.000.
    Selasetur Íslands, vegna verkefnisins selaskoðun í sýndarveruleika - lokaáfangi, kr. 600.000.
    Framhugsun, vegna verkefnisins Rabarbaron, kr. 800.000.

    Sveitarstjóra er falið að ganga frá samningum við styrkhafa.
    Bókun fundar Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Byggðarráð - 1237 Lagðar fram tilkynningar frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um drög að eignamörkum fasteigna. Um er að ræða fasteignirnar Ytri-Velli, Kirkjuhvamm, Gafl, Stóra-Hvarf, Krók, Þverá í Núpsdal, Fosskot, Lækjarbæ, Bjargshól og Fosssel. Er veittur 6 vikna frestur til að gera athugasemdir við áætluð eignamörk. Byggðarráð gerir athugasemd við stuttan frest sem veittur er enda er mikil vinna fólgin í því að sannreyna gögn fyrir 10 jarðir. Sveitarstjóra er falið að óska eftir fresti og vinna málið áfram í samvinnu við skipulags- og byggingafulltrúa.
  • Byggðarráð - 1237
  • Byggðarráð - 1237
  • Byggðarráð - 1237
  • Byggðarráð - 1237
Var efnið á síðunni hjálplegt?