Skipulags- og umhverfisráð - 373

Málsnúmer 2502010F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 389. fundur - 13.03.2025

Fundargerð 373. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 4. mars sl. lögð fram til afgreiðslu á 389. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingimar Sigurðsson formaður skipulags- og umhverfisráðs kynnti fundargerð.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 373 Vindmyllur með heildarhæð um 250 metra eru mjög áberandi í landslagi og sjást víða að. Því er líklegt að slík mannvirki muni hafa veruleg sjónræn áhrif og ásýnd í Hrútafirði.

    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að fá skýrari mynd af mögulegum áhrifum með sjónrænum gögnum eða myndum sem sýna fyrirhugaða vindorkugarðinn t.d frá Borðeyri og Brautarholti. Þetta myndi gefa gleggri mynd hversu sýnilegar vindmyllurnar yrðu í Hrútafirði og hvernig þær munu hafa áhrif á landslagið frá mismunandi sjónarhornum til að tryggja upplýsta ákvarðanatöku.
    Bókun fundar Lögð fram eftirfarandi tillaga:
    „Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs. Ekki er hægt að veita umsögn um áformin fyrr en frekari gögn liggja fyrir“.
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 373 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins fyrir tímabilið 2026-2038 í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010.

    Ráðið telur mikilvægt að vinna við endurskoðun aðalskipulags verði hafin með formlegum hætti, þar sem tekið verði mið af þróun sveitarfélagsins, framtíðarsýn og samfélagslegum áskorunum. Jafnframt verði lögð áhersla á samráð við íbúa, hagsmunaaðila og opinberar stofnanir í samræmi við lög og bestu skipulagsvenjur.

    Ráðið felur skipulagsfulltrúa að leggja fram tillögu að verkáætlun fyrir endurskoðunarferlið.
    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 373 Tekið er til umfjöllunar erindi frá Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, dags. 13. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar um undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013, sbr. 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


    Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við veitingu undanþágunnar að því gefnu að tryggðar verði viðeigandi varnir gegn ágangi sjávar, s.s. með gerð brimvarnargarðs, til verndar mannvirki og þeim mannvirkjum sem þegar eru til staðar.


    Ráðið leggur til við Sveitarstjórn að samþykkja bókun ráðsins og afgreiða til ráðuneytisins umsögn í samræmi við ofangreint.
    Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 373 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að gera engar athugasemdir við skipulagstillöguna. Bókun fundar Afgreiðsla skipulags- og umhverfisráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?