Reglur um frístundastyrki 2025

Málsnúmer 2502020

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1237. fundur - 10.02.2025

Lögð fram drög að uppfærðum reglum um frístundastyrki til ungmenna í Húnaþingi vestra.
Breytingin felst í aldursbili þeirra sem rétt eiga á frístundastyrk en samþykkt var við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2025 að kortin giltu fyrir börn frá fæðingu til 18 ára aldurs í stað frá 6 ára áður. Framvegis verður sótt um frístundastyrkinn í gegnum íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 388. fundur - 13.02.2025

Lagðar fram til staðfestingar uppfærðar reglur um frístundastyrki.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir Reglur um frístundastyrki 2025.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Var efnið á síðunni hjálplegt?