Drög að áætlun eignamarka fasteigna

Málsnúmer 2502022

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 1237. fundur - 10.02.2025

Lagðar fram tilkynningar frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um drög að eignamörkum fasteigna. Um er að ræða fasteignirnar Ytri-Velli, Kirkjuhvamm, Gafl, Stóra-Hvarf, Krók, Þverá í Núpsdal, Fosskot, Lækjarbæ, Bjargshól og Fosssel. Er veittur 6 vikna frestur til að gera athugasemdir við áætluð eignamörk. Byggðarráð gerir athugasemd við stuttan frest sem veittur er enda er mikil vinna fólgin í því að sannreyna gögn fyrir 10 jarðir. Sveitarstjóra er falið að óska eftir fresti og vinna málið áfram í samvinnu við skipulags- og byggingafulltrúa.
Var efnið á síðunni hjálplegt?