-
Landbúnaðarráð - 217
Til úthlutunar fjármagns til viðhalds og endurnýjunar heiðagirðinga er kr. 3.500.000.
Landbúnaðarráð samþykkir eftirfarandi úthlutun til viðhalds og endurnýjunar heiðagirðinga árið 2025:
Fjallskiladeild Hrútafirði kr. 1.100.000.
Fjallskiladeild Miðfirðinga kr. 1.200.000.
Fjallskiladeild Víðdælinga kr. 1.200.000.
Landbúnaðarráð leggur til að taxti við vinnu við heiðagirðingar á árinu 2025 verði eftirfarandi:
Verktakagreiðsla kr. 3.865 pr. klukkustund, taxti fyrir fjórhjól verði kr. 3.865 pr. klukkustund og taxti fyrir sexhjól verði kr. 4.075 pr. klukkustund. Ofan á þessa taxta leggst 24% virðisaukaskattur. Akstur verður greiddur samkvæmt taxta ríkisins.
Landbúnaðarráð minnir á mikilvægi þess að fjallskilastjórnir haldi kostnaði vegna heiðagirðinga innan fjárhagsheimilda. Jafnframt er minnt á að samkvæmt reglum vegna styrkja til fjallskiladeilda skal öllum reikningum skilað fyrir 31. október nk.
Bókun fundar
Afgreiðsla landbúnaðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Landbúnaðarráð - 217
Kallað hefur verið eftir upplýsingum frá fjallskiladeildum vegna undirbúnings umsóknar Húnaþings vestra í styrkvegapott Vegagerðarinnar árið 2025, sjá 1. dagskrárlið 216. fundar landbúnaðarráðs þann 12. febrúar sl.
Sveitarstjóra er falið að vinna að umsókn í samráði við fjallskilastjórnirnar.
-
Landbúnaðarráð - 217
Samþykkt að fela sveitarstjóra að auglýsa eftir veiðimönnum í minkaveiði sumarið 2025 og vera í sambandi við formenn veiðifélaga sveitarfélagsins vegna framkvæmdar veiðanna.