Í dag, 2. desember 2015, eru 43 ár síðan hitaveita var sett í fyrsta hús á Hvammstanga. Það var árið 1972. Fyrsta húsið var hús Sparisjóðs Vestur Húnavatnssýslu en það húsnæði hýsir Ráðhús Húnaþings vestra í dag. Í framhaldinu var lögð hitaveita um allan Hvammstanga. Af því tilefni kom guðfaðir hitaveitunnar, Brynjólfur Sveinbergsson, með kökur og kaffi á skrifstofuna.
Hitaveitan var lögð frá Laugarbakka sem þá var í Ytri Torfustaðahreppi en er nú hluti af Húnaþingi vestra. Aðal hönnuður var Fjarhitun hf. í Reykjavík. Í ár hafa staðið yfir miklar framkvæmdir en verið er að leggja hitaveitu suður Miðfjörð frá Laugarbakka og norður Hrútafjörð frá Reykjatanga. Stefnt er á að hleypa á fyrsta hluta í Miðfirði þann 15 desember nk. Á næstu tveimur árum er fyrirhugað að leggja hitaveitu í Víðidalinn og klára Miðfjörðinn og á árinu 2018 stendur til að bora á Reykjatanga og freista þess að fá nægilegt heitt vatn til að leggja hitaveitu suður Hrútafjörð, austan megin.
Til að setja í samhengi hversu mikið framfarasport hitaveitan var árið 1972 er rétt að geta þess að á þeim tíma var ekki frárennsli við öll hús á Hvammstanga.