Afskipti veiðieftirlitsmanns af gæsaveiðimönnum í eignarlandi Húnaþings vestra

Afskipti veiðieftirlitsmanns af gæsaveiðimönnum í eignarlandi Húnaþings vestra

Í fyrrakvöld, föstudagskvöld, þurfti veiðieftirlitsmaður Húnaþings vestra að hafa afskifti af veiðimönnum sem voru við gæsaveiðar í löndum sveitarfélagsins á Víðidalstunguheiði án leyfis. Veiðimennirnir sem voru tveir  báru fyrir sig að þeir hefðu talið sig í almenningi og formaður SKOTVÍS hefði tjáð þeim að svo væri. Þeim kom á óvart að búið væri að úrskurða um þetta svæði þar sem klárlega er staðfest að umrædd lönd séu í fullkominni einka eign sveitarfélagsins. Mönnunum var gert að yfirgefa svæðið en sleppt við kæru með þeim orðum að ekki væri hægt að bera fyrir sig þekkingarskorti að nýju. Húnaþing vestra gefur út takmarkaðan fjölda leyfa til skotveiða í umrædd lönd gegn sanngjarnri þóknun og heldur jafnframt úti virku eftirliti með svæðinu svo komast megi í veg fyrir óleyfilegar veiðar.

Sjá reglur reglur um gæsaveiðar 2018 í eignarlöndum Húnaþings vestra

Sveitarstjóri

Var efnið á síðunni hjálplegt?