Álagningarseðlarnir eru aðgengilegir á island.is, undir mínum síðum. Fasteignaeigendur geta borið álagninguna saman við árið 2023 með því að skoða pósthólfið sitt á island.is, en sú álagning var birt þann 24. janúar 2023.
Vakin er athygli á því að gjaldstofn A-flokks fasteignagjalda (m.a. íbúðarhúsnæði og úthús, sjá 3. mgr., 3. gr. l.nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga) hækkar frá fyrra ári úr 0,4% í 0,475%.
Afsláttur af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþegar vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota sem lögheimili eiga í Húnaþingi vestra var reiknaður í upphafsálagningu, en afslátturinn er að hámarki kr. 82.000 og miðast við skatttekjur ársins 2022.
Fasteignaeigendur geta óskað eftir því að fá álagningarseðilinn sendan í pósti eða tölvupósti með því að hafa samband við starfsfólk skrifstofu sveitarfélagsins í síma 455 2400 eða senda tölvupóst á skrifstofa@hunathing.is.
Gjalddagar fasteignagjaldanna eru 8, sá fyrsti 1. febrúar og hinn síðasti 1. september nk., eindagi er 30 dögum síðar.
Gjaldskrá fasteignagjaldanna 2024 er að finna hér.
Með kveðju,
sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs