Átt þú afgangs timbur?

Átt þú afgangs timbur?

Í Krakkasveflunni í sumar verður boðið upp á kofasmíði í fyrstu viku júlí fyrir börn í 1. – 7. bekk. Þeir sem eiga afgangs timbur sem þeir ætla sér ekki að nýta geta skilað því í Hirðu í sérstakt kar fyrir Krakkasveifluna. Æskilegt er að spýturnar séu ekki styttri en 1 meter.

Við viljum endurnýta það sem hægt er áður en efni er keypt.

Styttra efni má auðvitað setja í endurvinnslugám fyrir timbur í sömu ferð!

Fjölskyldusvið Húnaþings vestra

Var efnið á síðunni hjálplegt?