Atvinnu- og nýsköpunarsjóður auglýsir eftir umsóknum

Atvinnu- og nýsköpunarsjóður auglýsir eftir umsóknum

Húnaþing vestra auglýsir eftir umsóknum í Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra.

Markmið Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu. Sjóðnum er ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu.

Áherslur Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra lúta að verkefnum sem stuðlað geta að auknum umsvifum, betri afkomu, rekstri fyrirtækja og þróun og nýsköpun í atvinnulífi í Húnaþingi vestra. Styrkir sem veittir eru úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra eru fyrst og fremst verkefna- og framkvæmdastyrkir, ekki rekstrarstyrkir eða styrkir til að mæta opinberum gjöldum eða greiða skuldir.

Væntanlegum umsækjendum og öðrum áhugasömum er bent á að kynna sér úthlutunarreglur Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs.

Til úthlutunar eru kr. 2 milljónir.

Umsóknareyðublað er að finna HÉR.

Nánari upplýsingar veitir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri í síma 455-2400 eða á netfanginu unnur@hunathing.is

Umsóknarfrestur er til kl. 16, fimmtudaginn 6. júní nk. Umsóknir sem berast eftir þann tíma koma ekki til greina við úthlutun.

Var efnið á síðunni hjálplegt?