Atvinnu- og nýsköpunarsjóður auglýsir eftir umsóknum

Atvinnu- og nýsköpunarsjóður auglýsir eftir umsóknum

Húnaþing vestra auglýsir eftir umsóknum í Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra.

Markmið Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu. Sjóðnum er ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu. Sjóðurinn var stofnaður árið 2014 og hefur frá stofnun verið úthlutað um 20 milljónum króna til 30 fjölnbreyttra verkefna. Upplýsingar um styrkhafa frá upphafi er að finna hér

Áherslur Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra lúta að verkefnum sem stuðlað geta að auknum umsvifum, betri afkomu, rekstri fyrirtækja og þróun og nýsköpun í atvinnulífi í Húnaþingi vestra. Styrkir sem veittir eru úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra eru fyrst og fremst verkefna- og framkvæmdastyrkir, ekki rekstrarstyrkir eða styrkir til að mæta opinberum gjöldum eða greiða skuldir.

Væntanlegum umsækjendum og öðrum áhugasömum er bent á að kynna sér úthlutunarreglur sjóðsins og ganga úr skugga um að verkefni sem sótt er um styrk til uppfylli þau skilyrði sem þar eru gerð. Einnig eru umsækjendur hvattir til að vanda umsóknargögn, vönduð umsókn eykur líkur á styrk.

Til úthlutunar eru kr. 2,5 milljónir.

Sótt er um á eyðublaði á íbúagátt Húnaþings vestra undir Fjármála- og stjórnsýslusvið.

Nánari upplýsingar veitir Daníel Arason, verkefnisstjóri stjórnsýslu-, atvinnu- og kynningarmála, í síma 455-2400 eða á netfanginu daniel.arason@hunathing.is

Umsóknarfrestur er til kl. 16, fimmtudaginn 31. janúar nk. Umsóknir sem berast eftir þann tíma koma ekki til greina við úthlutun.

Var efnið á síðunni hjálplegt?