Auglýsing
um óverulega breytingu á Aðalskipulagi sveitarfélagsins Húnaþings vestra 2014 – 2026.
Í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkt eftirfarandi óverulega breytingu á Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014 – 2026.
Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum þann 10. mars 2016 að gera óverulegar breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Húnaþings vestra 2014-2026 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Aðalskipulagsbreytingin felur í sér að landnotkun á 10,1 ha reit þar sem Laugarbakkaskóli var til húsa og var skv. gildandi aðalskipulagi skilgreind sem samfélagsþjónusta en verður nú breytt í verslun og þjónusta. Með breytingunni er aðeins verið að breyta landnotkun á reitnum og notkun þess húsakosts sem fyrir er, en ekki gert ráð fyrir frekari uppbyggingu.
Skólahald var lagt niður í Laugarbakkaskóla haustið 2014. Húsnæðið hefur verið nýtt fyrir hótelrekstur yfir sumartímann til fjölda ára.
Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 5. apríl 2016 í mkv. 1:10.000. Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til sveitarstjóra Húnaþings vestra.
Ofangreind aðalskipulagsbreyting hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 kveða á um og öðlast þegar gildi.
Skipulagsuppdráttinn og greinagerðina má sjá hér