AUGLÝSING
Auglýsing um nýtt deiliskipulag fyrir klapparnámu í landi Bjarghúsa Húnaþingi vestra
Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á 269. fundi sínum þann 14.04.2016 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir klapparnámu í landi Bjarghúsa í Húnaþingi vestra, fyrrum Þverárhreppi samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagstillagan er í samræmi við gildandi Aðalskipulag Húnaþings vestra 2014-2026 og gerir ráð fyrir námunni á umræddum stað.
Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina umfang vinnslu og frágang Bjarghúsanámu, þar sem steinefni er framleitt í yfirlagnir klæðninga.
Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5 á Hvammstanga og á heimasíðu Húnaþings vestra www.hunathing.is frá og með 30.apríl 2016 til og með 11. júní 2016.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 11. júní 2016.
Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstangi eða á netfangið skrifstofa@hunathing.is
Þeir sem ekki gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.
Skipulagstillöguna má sjá HÉR
Húnaþingi vestra 29.04.2016.
Guðný Hrund Karlsdóttir
sveitarstjóri