Sveitarstjórn Húnaþings hefur samþykkt að leita eftiráhugasömum aðilum til að annast framleiðslu og þjónustu skólamáltíða (hádegisverðar) fyrir Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga og Laugabakka frá og með haustinu 2014 og að reka veitingastað á heilsársgrundvelli á Hvammstanga. Við framleiðslu skólamáltíða skal tekið mið af manneldismarkmiðum Manneldiráðs og að næringarinnihald skólamáltíða verði í samræmi við ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um mataræði og næringarefni. Þá skal fara eftir viðmiðum sem koma fram í handbók um skólamötuneyti. Áhugasamir aðilar sendi Húnaþingi vestra skriflega greinargerð þar sem þeir geri grein fyrir framtíðarsýn sinni gagnvart rekstri veitingastaðar og framleiðslu skólamáltíða á Hvammstanga. Í greinargerðinni skal tilgreina staðsetningu og stærð veitingastaðar, reynslu og þekkingu af sambærilegum rekstri ásamt öðru því sem viðkomandi telur mikilvægt að fram komi. Áhugasamir aðilar skili greinargerð sinni á skrifstofu Húnaþings vestra eigi síðar en föstudaginn 10. janúar 2014. Frekari upplýsingar veitir Skúli Þórðarson, sveitarstjóri í síma 455-2400 og á netfanginu skuli@hunathing.is Sveitarstjórn Húnaþings vestra áskilur sér rétt til að ganga til samninga við aðila eða hafna öllum.
Hvammstangi 12. desember 2013 Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.