Auglýsing - Lýsing fyrir aðalskipulagsbreytingu

Auglýsing

Lýsing fyrir aðalskipulagsbreytingu.

 

Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur Umhverfis- og skipulagsráð Húnaþings vestra samþykkt að leita umsagnar á „lýsingu“ fyrir breytingu á þéttbýlisuppdrætti fyrir Hvammstanga og greinagerð í Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014 – 2026.

Lýsingin er sett fram í greinargerð og verður aðgengileg á heimasíðunni www.hunathing.is og í þjónustuanddyri Ráðhúss Húnaþings vestra.

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar við skipulagslýsinguna og skal þeim skilað skriflega í Ráðhús Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða á netfangið skrifstofa@hunathing.is  fyrir 27. apríl nk. 

Skipulagslýsinguna má sjá hér

Var efnið á síðunni hjálplegt?