Auglýsing sveitarstjórnar um skipulag í Húnaþingi vestra

Breyting á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2002-2014 í landi Melstaðar

Auglýsing um breytingar á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2002-2014 í samræmi við 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreyting þessi tekur til staðsetningar á nýju verslunar- og þjónustusvæði fyrir olíu og veitingasölu við þjóðveg nr. 1. Skipulagssvæðið er um 2 ha. á stærð og er í landi Melstaðar í Miðfirði.

Deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustulóð í landi Melstaðar

Auglýsing um deiliskipulag fyrir veitingasölu og þjónustustöð með eldsneytistönkum ásamt tilheyrandi mannvirkjum í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Stærð lóðar er um 1,2 ha. á stærð og er í landi Melstaðar í Miðfirði.

Skipulagsuppdrættir, ásamt greinargerðum munu liggja frammi á skrifstofu Húnaþings vestra og hjá Skipulagsstofnun Laugavegi 166, Reykjavík frá 30. júlí til 19. september 2012 Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.hunathing.is. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5 eða á netfangið alla@hunathing.is merkt annars vegar "aðalskipulag Húnaþing vestra" og hins vegar „deiliskipulag í landi Melstaðar". Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunum.

Hvammstangi, 25. júlí 2012

Guðrún Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri.

Breyting á aðalskipulagi í landi Melstaðar í Miðfirði

Deiliskipulagstillaga - lóð í landi Melstaðar í Miðfirði

Var efnið á síðunni hjálplegt?