Auglýsing um skipulag – Húnaþing vestra

Auglýsing um skipulag – Húnaþing vestra

Tillaga að deiliskipulagi í landi Flatnefsstaða á Vatnsnesi, Húnaþingi vestra

Sveitarstjórn Húnaþings vestra  samþykkti þann 18. október 2018 að auglýsa skv. 1. mgr, 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi í landi Flatnefsstaða, Húnaþingi vestra. Deiliskipulagssvæðið er um 90 ha að stærð og nær yfir hluta jarðarinnar Flatnefsstaðir á vestanverðu Vatnsnesi. Skipulagssvæðið afmarkast nokkuð vestan við vegslóða sem liggur í gegnum land Flatnefsstaða af Vatnsnesvegi og liggur niður að sjó. Skipulagssvæðið liggur að landamerkjum jarðanna Saurbær í austri og Tjörn í vestri. Markmið með fyrirhuguðu deiliskipulagi er uppbygging nýs náttúru- og selaskoðunarstaðar á Vatnsnesi.

Tillagan ásamt fornleifaskýrslu verður til sýnis í Ráðhúsi Húnaþings vestra og á heimasíðunni www@hunathing.is  frá 30. október 2018 til 11. desember 2018.

Athugasemdir og ábendingar við deiliskipulagstillöguna skulu vera skriflegar. Þær skulu berast í síðasta lagi 11. desember 2018 til skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstanga eða á netfangið: skrifstofa@hunathing.is  þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

Skipulagsuppdráttur bl1.
Skipulagsuppdráttur bl2.
Greinagerð
Fornleifaskýrsla

Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri

Var efnið á síðunni hjálplegt?