Auglýsing vegna sveitarstjórnarkosninga í Húnaþingi vestra 26. maí 2018

Auglýsing vegna sveitarstjórnarkosninga í Húnaþingi vestra 26. maí 2018

Framboðsfrestur rennur út kl. 12:00  á hádegi þann 5. maí 2018. Framboðum skal skila til formanns kjörstjórnar fyrir þann tíma, annað hvort á skrifstofu skólastjóra eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Framboðslisti skal tilgreina skýrlega fullt nafn frambjóðenda, kennitölu þeirra, stöðu og heimili, til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir eru í kjöri.

  • Gæta skal að reglum um hámarks- og lágmarksfjölda á lista.
  • Listi með nægilegum fjölda meðmælenda þarf að fylgja. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili.
  • Tilnefna þarf tvo umboðsmenn.
  • Tilgreina ber nafn framboðs.
  • Heimilt er að skila inn með listanum beiðni um tiltekinn listabókstaf.
  • Framboðsfrestur rennur út kl. 12 á hádegi þann 5. maí 2018.

Nánari upplýsingar má finna á www.kosning.is eða í síma 862-5466 hjá formanni kjörstjórnar í Húnaþingi vestra.

Fyrir hönd kjörstjórnar í Húnaþingi vestra

Sigurður Þór Ágústsson, formaður.

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?