Foreldrafræðsla og ráðgjöf Verndara barna
Fræðsla fyrir foreldra og aðstandendur barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.
Námskeiðið stendur yfir í tvö skipti, tvær klukkustundir í senn (samtals 4 klst) og er aðstandendum boðið upp á fræðslu og stuðning. Námskeiðið er öllum að kostnaðarlausu.
Ráðgjöf fyrir foreldra og aðstandendur er mikilvægur þáttur í líðan og velferð barna þar sem viðbrögð foreldra við ofbeldinu hefur áhrif á úrvinnslu og barnsins. Með upplýsingum og fræðslu verða foreldrar betur í stakk búnir til að ræða um ofbeldið þegar þess er þörf og styðja við börn sín.
Umræðuefni fræðslunnar eru m.a. afleiðingar kynferðisofbeldis, skilaboð til barna og unglinga, hlutverk foreldra og aðstandenda, tilfinningar, upplýsingar til annarra, tilfinningaúrvinnsla foreldra og áframhaldandi stuðningur.
Markmið fræðslunnar
- Styðja við foreldra og aðra aðstandendur til að hlúa að börnum sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi.
- Styrkja foreldra og aðra aðstandendur í að hlúa að sjálfum sér til að standa með barninu.
Hvað segja foreldrar eftir slíka fræðslu
- Gott að tala við aðra foreldra í sömu stöðu.
- Ég upplifi mig ekki ein
- Það var sérstaklega gott að hitta aðra foreldra í sömu sporum.
- Mjög sáttur við fyrirkomulagið og umræðuefnið.
Námskeiðið er í höndum sálfræðinga.
Tímasetningar í vetur
Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið. Námskeiðin eru staðnámskeið en einnig er hægt að vera með í gegnum fjarfundabúnað.
19. og 26. janúar kl. 19.30 – 21.30 SKRÁNING
9. og 16. febrúar kl. 19.30 – 21.30 SKRÁNING
16. og 23. mars kl. 19.30 – 21.30 SKRÁNING
13. og 27. apríl kl. 19.30 – 21.30 SKRÁNING
18. og 25. maí kl. 19.30 – 21.30 SKRÁNING