Björgunarmiðstöð Húnaþings vestra

Gervigreindin gerir tillögu að þessu útliti björgunarmiðstöðvar :)
Gervigreindin gerir tillögu að þessu útliti björgunarmiðstöðvar :)

Árið 2023 var skipaður starfshópur eignir, lóðir og lendur íeigu sveitarfélagsins. Í vinnu hópsins kom fram þörf á endurskoðun húsnæðismála þjónustumiðstöðvarinnar og þá hefur verið umræða um þörf á nýju og betrumbættu húsnæði fyrir slökkviðið.

Nú hefur verið stofnaður starfshópur um byggingu björgunarmiðstöðvar til að greina þörf á byggingu miðstöðvar af slíkum toga og hvernig það húsnæði þyrfti að vera samsett og hvar það ætti helst að vera. Í hópnum eiga sæti fulltrúar sveitarstjórnar, slökkviliðsstjóri, byggingar- og skipulagsfulltrúi og fulltrúi björgunarsveitarinnar Húna. 

Í erindisbréfi starfshópsins kemur fram að hann skuli starfa frá 10. janúar 2025 til 15. apríl 2025 og skuli að störfum loknum skila samantekt til sveitarstjórnar með tillögum að næstu skrefum. 

Var efnið á síðunni hjálplegt?