Byggingarfulltrúi - Húnaþing vestra

Húnaþing vestra auglýsir eftir byggingarfulltrúa. 

Leitað er eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að þróa nýtt starf á traustum grunni.  Byggingarfulltrúi ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa.  Um er að ræða 100% starf. 

 

Starfssvið:

  • Framkvæmd skipulags- og byggingarmála.
  • Áætlanagerð og eftirfylgni, mælingar, úttektir og útreikningar.
  • Undirbúningur og eftirfylgni funda skipulags- og umhverfisráðs.
  • Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar sem sinna verkefnum á sviði byggingarmála.
  • Önnur verkefni.

 Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði byggingarmála skv. 8. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010.
  • Þekking og reynsla af úttektum og mælingum.
  • Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum og byggingarreglugerð.
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
  • Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.
  • Góð almenn tölvukunnátta.

Umsókn á að fylgja greinargóð starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 22. maí nk.

Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn á netfangið  gudny@hunathing.is Umsókninni þarf að fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf þar sem umsækjandi gerir sérstaklega grein fyrir hæfni til starfans út frá ofangreindum hæfnikröfum. Umsækjendur eru beðnir um að tilgreina a.m.k. 2 umsagnaraðila í umsókn sinni. Nánari upplýsingar veitir Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra í síma 455-2400.

Öllum umsóknum verður svarað

Var efnið á síðunni hjálplegt?