Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur þann 11. apríl 2017 samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Borgarvirki í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið er 3,7 ha að stærð og er ætlað að stuðla að verndun og varðveislu minja á svæðinu og gera þær aðgengilegri fyrir ferðamenn sem koma að minjasvæðinu. Minjastofnun Íslands lætur vinna skipulagið.Tillagan var auglýst frá 13. desember 2016 til 25. janúar 2017. Athugasemdir/umsagnir bárust frá þremur aðilum og var þeim svarað að fundi skipulags- og umhverfisráðs 6. apríl 2017. Breytingar voru gerðar á auglýstri tillögu og felast aðallega í því að fella út byggingarreit fyrir salernis- og þjónustuhús.
Samþykktan uppdrátt má finna á HÉR
Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Þeir sem óska nánari upplýsingar um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar, geta snúið sér til sveitarstjóra Húnaþings vestra.
Hverjum þeim sem telur á rétt sinn hallað með samþykkt þessari er heimilt að skjóta máli sínu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála með kæru sbr. 52. gr. skipulagslaga nr.123/2010 en kærufrestur er einn mánuður frá birtingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Sveitarstjóri Húnaþings vestra