Drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra til umsagnar

Drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra til umsagnar

Athygli er vakin á því að drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra fyrir árin 2025-2029 eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafa unnið áætlunina með samráði við íbúa með fundum sem haldnir voru fyrr í haust. Sóknaráætlunin er stefnumarkandi plagg og þeim fjármunum sem veitt er af hálfu hins opinbera til sóknaráætlana er varið í samræmi við þær áherslur sem þar koma fram. Því er mikilvægt að fá fram sem flest sjónarmið í vinnslu áætlunar komandi ára.

Áhugasöm eru hvött til að kynna sér áætlunina og veita um hana umsögn hér. 

Var efnið á síðunni hjálplegt?