Eins manns rusl er annars gull.

Eins manns rusl er annars gull.

Með þessu slagorði var nytjamarkaðurinn á Hvammstanga opnaður aftur í sumar í 11. skipti.

Það eru góðgerðarsamtökin Gærurnar sem halda úti nytjamarkaðnum.  Allar vörur sem seldar eru fá Gærurnar gefins, að mestu leyti frá íbúum sveitafélagsins.  Þannig bjargast nothæfir hlutir og í stað þessar að fara í urðun komast þeir aftur í umferð.  Ágóðinn rennur til góðgerðarmála í sveitafélaginu. Í annað skipti á fáum árum fékk sundlaugin að notið góðs af þessari snilldar hugmynd. Fyrir tveimur árum gáfu Gærurnar hjartastuðtæki.  Í síðustu viku komu Gærurnar færandi hendi með tvær vindur fyrir sundföt sem margir sundgestir hafa beðið lengi eftir.   Þetta eru veglegar gjafir sem gestir Íþróttamiðstöðvarinnar njóta vonandi góðs af.   

Gærurunum er þökkuð þessi vegleg gjöf og er það ósk okkar að hún muni nýtast vel og gestir íþróttamiðstöðvarinnar virði og gangi vel um hana.

 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?