Endurvinnslumolar

Endurvinnslumolar

 

Vakin er athygli á því, að á girðingu Hirðu, eru tvær lúgur fyrir sléttan pappa, blöð og plastumbúðir. Ef komið er að fullum lúgum, þá er gott að muna eftir að opna þá næstu og athuga með hana. Verktakinn reynir eftir fremsta megni að losa ílátin nógu oft, svo íbúar þurfi ekki að koma að yfirfullum ílátum með flokkaðan úrgang.

Ef um stærri farma af endurvinnsluefnum er að ræða, sem flytja á í sömu ferðinni til Hirðu er æskilegt að gera það á opnunartíma stöðvarinnar.

Mikilvægt er að fjarlægja  allt innihald úr umbúðunum t.d plast úr morgunkornspökkum og frauðplast og fl. úr pappakössum. Einnig að skola fernur.

Frauðplast er ekki hægt að endurnýta  og fer því í almennt heimilissorp.

Bréfpokar utan af sykri og hveiti tilheyra sléttum pappa.

Ljósaperur, rafhlöður, spraybrúsar, málningarafgangar, raftæki og fl. eru spilliefni og mega því ekki fara í almennt heimilissorp. Koma skal með spilliefni til Hirðu á opnunartíma.

Aðskotahlutir og matarleifar geta rýrt endurvinnslugildi flokkaðs úrgangs og jafnvel gert efnið óhæft til endurvinnslu.

Opnunartími Hirðu er miðvikudaga og föstudaga frá kl. 14-17 og laugardaga frá kl. 11-15. Lokað lögbundna frídaga. 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?