Húnaþing vestra óskar eftir að ráða aðila til refa- og minkaeyðingar í sveitarfélaginu til næstu þriggja ára. Veiðisvæðin eru sex og skiptast með eftirfarandi hætti:
- Svæði I – Hrútafjörður austur - fyrrum Staðarhreppur – austur að Vesturá og Miðfjarðará, niður að hringvegi (vegnr. 1).
- Svæði II – Miðfjörður - fyrrum Torfustaðahreppar fyrir utan svæði skv. Svæði I – auk Bessaborgar allrar þ.e. svæðið austur að Fitjá niður að Fitjaárbrú á Valdarásvegi, þá liggi mörk vestan með Fitjavegi (vegnr. 714) að hringvegi (vegnr. 1) þá vestur að Reyðarlæk suður í Miðfjarðarvatn.
- Svæði III – Vatnsnes vestan - fyrrum Kirkjuhvammshreppur utan Þóreyjarnúpslands.
- Svæði IV - Vatnsnes austan - fyrrum Þverárhreppur auk Þóreyjarnúpslands.
- Svæði V – Víðidalur - fyrrum Þorkelshólshreppur fyrir utan svæði skv. svæði II.
- Svæði VI – Hrútafjörður vestur – fyrrum Bæjarhreppur.
Unsóknum skal skilað rafrænt, sjá eyðublað hér, eigi síðar en 1. apríl 2024. Umsóknum skal fylgja afrit af gildu skotvopnaleyfi og veiðikorti.