Ert þú næsti verkefnastjóri hjá SSNV? - við leitum að liðsauka!

Ert þú næsti verkefnastjóri hjá SSNV? - við leitum að liðsauka!

SSNV, samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra auglýsa laust til umsóknar starf verkefnastjóra. Leitað er að drífandi, framsýnum og sjálfstæðum verkefnastjóra sem býr yfir einstökum hæfileikum í mannlegum samskiptum.

Við óskum eftir samstarfsfélaga sem hefur ástríðu fyrir uppbyggingu samfélagsins sem við búum í og vill taka þátt í fjölbreyttum verkefnum sem heyra undir málaflokka landshlutasamtakanna. Við lofum góðu starfsumhverfi og metnaðarfullum verkefnum.

SSNV eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Hjá SSNV starfar metnaðarfullt teymi sem vinnur af ástríðu fyrir samfélagið, fyrirtæki og fólk á svæðinu. Starfsstöðvar SSNV eru á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og Sauðárkróki. Við leitum að einstakling sem vinnur með okkur að eflingu svæðisins og tekur þátt í spennandi vegferð og uppbyggingu.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá á íslensku og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. SSNV leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið. Starfshlutfall er 100%.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Almenn verkefnastjórnun og umsýsla verkefna.
  • Umsjón með málaflokkum sem eru í áherslu hverju sinni.
  • Samskipti við styrkþega, upplýsingamiðlun og önnur umsýsla.
  • Almenn atvinnuráðgjöf og samskipti við hagaðila.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
  • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun.
  • Haldbær þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélaga.
  • Góð samskiptafærni og tölvukunnátta.
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og jákvæðni.
  • Framsýni og metnaður.
  • Góð rit- og talfærni á íslensku og hæfni í framsetningu upplýsinga á aðgengilegan hátt.

Umsóknarfrestur er til og með 26. mars 2024.

Var efnið á síðunni hjálplegt?