Farskólinn – námskeið á Hvammstanga á næstunni

Stéttarfélögin Aldan, Kjölur, Samstaða, SFR og Verslunarmannafélag Skagafjarðar bjóða félags-mönnum sínum á námskeið (þeim að kostnaðarlausu).

Smellið á námskeiðið til að fá nánari upplýsingar

Veður og veðurfarsbreytingar á Norðurlandi vestra

Hvaða veðurspár reynast best? Um grundvöll
veðurspáa, hverjar eru góðar á víðáttum internetsins
og hvað ber að varast?

Leiðbeinandi: Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur
Hvammstanga 8. apríl kl. 16:00 - 18:00

Nytjagarðurinn

Ítarlegt námskeið um ræktun mat- og kryddjurta, berjarunna og ávaxtatrjáa.

Leiðbeinandi: Auður Ottosen, garðyrkjufræðingur
Hvammstanga 22. mars kl. 17:00 – 22:00

Smáréttir við öll tækifæri

Smáréttir gera veisluna og matarboðið skemmtilegt

Leiðbeinandi: Þórhildur Jónsdóttir, matreiðslumeistari
Hvammstanga 28. mars kl. 17:30 – 21:00

Var efnið á síðunni hjálplegt?