Fasteign að Hlíðarvegi 25 til sölu

Fasteign að Hlíðarvegi 25 til sölu

Húnaþing vestra auglýsir til sölu fasteign að Hlíðarvegi 25, neðri hæð norðan megin, á Hvammstanga. Óskað er tilboða í eignina.

Um er að ræða tveggja herbergja, rúmgóða íbúð í þríbýli. Viðbótar svefnherbergi hefur verið stúkað af með léttum veggjum. Íbúðin er 89,7 fm. að stærð. Íbúðin þarfnast einhverrar endurnýjunar innan og utanhúss. 

Íbúðin verður sýnd miðvikudaginn 6. nóvember nk. kl. 16-17.

Tilboðum í eignina skal skilað í Ráðhús Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5 á Hvammstanga, fyrir kl. 12, mánudaginn 18. nóvember 2024. Skulu tilboð vera í lokuðu umslagi og innihalda upplýsingar um kaupanda, kaupverð og greiðsluáætlun. Tilboð verða opnuð sama dag kl. 14 í Ráðhúsinu, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Nánari upplýsingar veitir Björn Bjarnason, rekstrarstjóri, s. 771-4950, netfang bjorn@hunathing.is.

Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum.

Var efnið á síðunni hjálplegt?